Lýsing
Boss Sleep Formula: Betri svefn = Betri vellíðan !
Boss Sleep Formula er bragðgott og róandi bætiefni, hannað til að styðja við náttúrulegann svefnhring og djúpann nætursvefn. Með blöndu af innihaldsefnum á borð við Glycine, Ashwagandha og magnesíum hjálpar þessi formúla þér að slaka á og undirbúa þig fyrir hvíld. Fullkomin fyrir konur sem leita að náttúrulegum leiðum til að bæta svefngæði.
Lykilatriði:
- Glycine: Getur bætt svefn með því að lækka líkamshita og stuðla að slökun, sem gerir það auðveldara að sofna og sofa lengur. Glycine hefur áhrif á taugaboðefni eins og GABA, sem róar heilann, og serótónín, sem styður stöðugan svefn- og vökuhring. Að taka glycine fyrir svefn getur bætt svefngæði, aukið endurnærandi djúpsvefn og dregið úr þreytu yfir daginn.
- Magnesíum Bis-glycinate: Er þekkt fyrir að bæta svefn með því að auka slökun og róa taugakerfið. Það frásogast vel í líkamanum og hefur oft mildandi áhrif á vöðvaspennu og streitu, sem getur auðveldað fólki að sofna og dýpka svefngæði. Með því að styðja við náttúrulegt jafnvægi taugaboðefna eins og GABA, sem hefur róandi áhrif, hjálpar magnesíum bis-glycinate að stuðla að slakari og endurnærandi svefni.
- Aminósýrur: Auka andlega vellíðan fyrir slakandi svefn.
- Ljúffengt bragð: Súkkulaði- og sykurpúða bragð
- Glútenlaust