Vörulýsing
Er á minnkum matarsóun vegna dagsetningar.
ATH. – Best fyrir dagsetning er – 06/23
DR.FREI MULTIVÍTAMÍN+BIOTÍN – Alhliða vítamínblanda fyrir mannslíkamann!
Dr. Frei Multivítamín + Bíótín blandan inniheldur A, C, E og D3- vítamín ásamt fólínsýru og B vítamínum (B1, B2, B3, B5, B6 og B12) sem taka þátt í efnaskiptum kolvetna, próteina og fitu ásamt því að stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og draga úr þreytu og lúa.
A vítamín er nauðsynlegt fyrir þróun þekjufrumna og stuðlar að eðlilegri starfsemi hjartans, ónæmiskerfisins og sjónar.
D- vítamín stuðlar m.a. að viðhaldi eðlilegra beina og tanna og hefur hlutverki að gegna við frumuskiptingu.
C vítamín eykur upptöku járns og stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi, stýrir umbrotum kolvetna, blóðstorknun og endurnýjun vefja. Einnig stuðlar C vítamín að eðlilegri myndun kollagens fyrir húð og tennur.
E vítamín er lífeðlisfræðilegt andoxunarefni sem stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.
Bíótín stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og húðar. Saman vinna innihaldsefnin til að stuðla að almennri heilsu.