Description
- Micronized Creatine Monohydrate.
- Hreint & bragðlaust kreatín.
- Eykur frammistöðu á æfingum.
- Eykur styrk, snerpu og vöðvastærð !
- Eitt mest rannsakaðasta fæðubótarefni í heiminum.
- Leyfilegt í öllum íþróttum.
Ég hef heyrt að ég þurfi að “hlaða” kreatín þegar ég byrja að taka það í fyrsta skipti eða eftir pásu, hvernig er best að gera það ?
Það getur verið sniðugt að hlaða kreatínbirgðirnar fyrstu dagana. Þá tekurðu 5 gr., þrisvar – fjórum sinnum í dag, dreift yfir daginn, fyrstu 7 dagana. Eftir það tekurðu einn skammt (5 gr.) einu sinni á dag, alla daga (líka á þeim dögum sem þú æfir ekki).
Hinsvegar er þetta ekki nauðsynlegt, en við mælum með að hlaða kreatíni fyrstu 10 dagana með því að taka 10 grömm á dag af kreatíni, 5 gr. fyrir æfingu og 5 gr. eftir æfingu. Á hvíldardögum er hægt að taka 10 grömm saman – hvenær sem er yfir daginn.
Hvernig blanda ég kreatínið ?
Kreatín er hreint- og bragðlaust efni og er þar af leiðandi ekkert sérstaklega gott eitt og sér út í vatn.
Við mælum með að blanda kreatín út í t.d. Pre Workout-ið fyrir æfingu, prótein shake-inn eftir æfingu eða út í annan drykk með góðu bragði (t.d. djús).
Þarf ég að taka Kreatín alla daga ?
Já, við mælum með að taka kreatín alla daga – líka á þeim dögum sem þú æfir ekki.
Hvenær er best að taka kreatín ?
Tímasetning á inntöku af kreatíni skiptir ekki mestu máli. Það er tilvalið að taka kreatín í kringum æfingar (hvort sem það er fyrir, á eða eftir) en ef það hentar ekki þá er hægt að taka það t.d. á morgnana.
Mestu máli skiptir að taka kreatín alla daga og auka vatnsinntöku.
Þarf að taka pásu á kreatíni ?
Það er ekki nauðsynlegt. Kreatín er efni sem líkaminn framleiðir sjálfur ásamt því fáum við það úr ýmsum matvörum, þá helst frá rauðu kjöti.
Það er því óhætt að taka kreatín til lengri tíma en einnig er allt í lagi að taka pásur á nokkurra mánaða fresti í 2-4 vikur og byrja svo aftur.
Er til kreatín sem maður “vatnast” ekki af ?
Kreatín getur aukið vatnsmagn inn í vöðvafrumum líkamans. Þetta er gott og þar viljum við hafa vatnið – inn í vöðvunum. Það gerir það að verkum að vöðvafrumurnar eru í betra vökvajafnvægi, þær verða tilbúnar í meiri átök á æfingum, ásamt meiri og hraðari endurheimt eftir æfingar.
Það er eðlilegt að þyngjast örlítið þegar maður byrjar á kreatíni.
Ef þú ert að upplifa að “vatnast” of mikið mælum við með að auka vatnsinntöku (því vatn skolar út vatni) og fylgjast með söltum- og steinefnum. Of lítið af söltum, steinefnum og vatns/vökvainntöku getur leitt til þess að líkaminn heldur frekar í vökva.
UPPLÝSINGAR
OPNUNARTÍMAR
2022 Perform.is – Allur réttur áskilinn
Vefsíðugerð og hýsing | Allra Átta