Description
Cream of Rice frá tbJP Nutrition er brautryðjandi á Íslandi !
Cream of Rice er fullkomin kolvetnauppspretta fyrir þá sem eru að leita að hreinni, auðmeltanlegri og glútenlausri næringu. Þessi 100% náttúrulegi hrísgrjónagrautur er tilvalinn til að bæta við orku fyrir og eftir æfingar, með lágri fitu og engum viðbættum sykri. Hvort sem þú ert íþróttamaður í leit að meiri orku eða einfaldlega að bæta næringu þína á ljúffengann máta, þá er Cream of Rice auðveld leið til að uppfylla kolvetnaþörfina á hollann máta.
- 100% náttúruleg hrísgrjón
- Glútenlaust og auðmeltanlegt
- 18 ljúffengar bragðtegundir
Ávinningur:
- Hentar vel sem máltíð fyrir og/eða eftir æfingar
- Auðvelt að blanda og nota í fjölbreyttar uppskriftir > Kíktu á uppskriftina okkar HÉRNA
- Orkurík kolvetnauppspretta fyrir alla sem vilja bæta frammistöðu sína
Innihaldslýsing
Gæti innihaldið – Framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar Mjólk, Egg, Soja og Glúten
Geymsluskilyrði – Geymið á þurrum og köldum stað.
Best fyrir – sjá dagsetningu á vöru.
Upprunaland – UK
Notkunarleiðbeiningar
Hvernig blandar maður þessu saman ?
Okkur finnst best að miða við hlutfallið 3-4 vatn : 1 Cream of Rice duft.
T.d. ef þú setur 60 gr. af Cream of Rice í skál þá vigtarðu 180 – 240 gr. af heitu vatni á móti.
Settu það magn sem þú nákvæmlega það sem þú vilt (við mælum með að vigta) af CREAM OF RICE í skál, hitaðu vatn (t.d. með hraðsuðukatli) og helltu ca. 3-4x magn af vatni miðað við Cream of Rice yfir, hrærðu með gaffli þangað til að áferðin verður eins og vel blandaður barnamatur.
Önnur aðferð er að setja CREAM OF RICE í skál, bæta ca. 200 ml af vatni við og skella í örbylgjuofn á hæsta hita í 30 sekúndur, hræra smá og svo aftur inn í örbylgjuofn þar til réttri áferð hefur verið náð.
Pro tip – Ef þú ætlar að bæta próteini við CREAM OF RICE þá mælum við með að setja fyrst minna heldur en meira af vatni, setja prótein út á og byrja að hræra allt saman. Það þarf að “nostra” svolítið við þetta en þetta mun taka við sér og verður fyrir vikið ótrúlega gott.
Pro tip – Við mælum með að setja ávexti, t.d. frosin bláber eða banana, hnetusmjör og/eða malaðar hnetur út á til að gera grautinn extra góðann. Salt gerir líka gæfumun að okkar mati !
Skeið innifalin.
Einkunnir & umsagnir
“Cream of Rice hefur reynst mér vel þar sem hafrar hafa ekki oft farið vel í mig. Cream of Rice er fyllandi, auðmeltandi og með því besta sem ég hef komist í hvað varðar kolvetnagjafa í keppnisniðurskurði og uppbyggingu þegar ég er á hraðferð. Cream of Rice er eitt það besta sem þú kemst í ef þú vilt breyta morgunmatnum þínum. Brögðin eru með eindæmum góð og að blanda próteini saman við og ávöxtum og öðru getur gert þetta að “súperfæðu”.”
– Gunnar Stefán, einkaþjálfari hjá FA Fitness & vaxtarræktarkeppandi.
Uppskrift
Svona gerum við Cream of Rice