Lýsing
Citrulline Malate 2:1 frá Applied Nutrition er hágæða fæðubótarefni hannað til að auka framleiðslu köfnunarefnisoxíðs (NO), bæta blóðflæði og styðja við frammistöðu í hástyrksæfingum. Þessi samsetning af L-Citrulline og malate (eplasýru) í hlutfallinu 2:1 stuðlar að betri súrefnis- og næringarefnaflutningi til vöðva, sem eykur úthald og flýtir fyrir endurheimt.
Ávinningur L-Citrulline Malate fyrir íþróttafólk:
- Bætt blóðflæði og súrefnisflutningur
- L-Citrulline eykur framleiðslu nituroxíðs, sem víkkar æðar og bætir blóðflæði. Þetta tryggir betri súrefnis- og næringarefnaflutning til vöðva, sem getur dregið úr þreytu og aukið orku.
- Aukið úthald
- Malate stuðlar að meiri framleiðslu ATP (orkueiningar frumna) og minnkar uppsöfnun mjólkursýru. Þetta gerir þér kleift að æfa lengur af meiri ákefð.
- Minnkuð vöðvaþreyta
- Með því að bæta blóðflæði og hreinsa ammóníak og mjólkursýru úr líkamanum getur L-Citrulline Malate seinkað vöðvaþreytu, sem gerir æfingar lengri og árangursríkari.
- Bætt sprengikraftur
- L-Citrulline Malate getur aukið sprengikraft í æfingum eins og þungalyftingum, þar sem það styður við orkuframleiðslu og dregur úr þreytu á æfingum með hárri ákefð.
- Flýtt endurheimt
- Með því að draga úr uppsöfnun úrgangsefna eins og ammóníaki og styðja við vöðvabata hjálpar L-Citrulline Malate til við að hraða endurheimt milli æfinga.
- Stuðlar að meiri pumpi !
- Aukið blóðflæði til vöðva getur leitt til aukins pump við æfingar, sem margir íþróttamenn meta bæði fyrir frammistöðu og útlit.
Fyrir hverja hentar L-Citrulline Malate?
- Íþróttafólk í úthaldsíþróttum: Eins og hlauparar, hjólreiðafólk og sundfólk t.d.
- Vaxtarræktarfólk: Fyrir aukið pump á æfingum, bætt blóðflæði og úthald.
- Sprengikraftsíþróttir: Eins og CrossFit, lyftingar og spretthlaup.
- Almennir líkamsræktarnotendur: Til að bæta úthald og æfingagetu.
Ráðlagður skammtur:
Algengur skammtur er 6-8 g af L-Citrulline Malate tekin 30-60 mínútum fyrir æfingu. Hærri skammtar eru oft notaðir í úthaldsíþróttum. Efnið blandast vel í vatn eða pre-workout drykki.
L-Citrulline Malate er frábær viðbót fyrir þá sem vilja hámarka æfingagetu, auka úthald og flýta fyrir endurheimt eftir erfiðar æfingar. Með reglulegri notkun getur þú upplifað verulega bætta frammistöðu og betri árangur!