Sýnt hefur verið fram á að Beta Alanín hjálpi notendum að afkasta meiru á erfiðum æfingum. Þetta veldur því að líkaminn aðlagast betur að æfingunum með auknum vöðvamassa og betra þreki. Þegar efnið er notað ásamt kreatíni gefur Beta Alanín okkur möguleika á enn meiri vöðvauppbyggingu og fitutapi. †
Notkunarleiðbeiningar: Beta Alanín er helst notað áður, á meðan og eftir æfingar. Ráðlagður dagsskammtur: 2–5 g.
Beta Alanín er vinsælt í „pre workout“ formúlum en notkun þess er þó ekki nauðsynleg fyrir æfingar til að það skili árangri.
Stærri skammtar af efninu geta valdið tilfinningu sem lýsir sér nokkurnvegin eins og náladofi eða kláði, þessi aukaverkun er skaðlaus og er hægt að losna við með því að skipta minni skammta (0.8-1g) nokkrum sinnum yfir daginn.