Vörulýsing
Íslenskt Astaxanthin úr öflugum örþörungum
Astaxanthin er gríðarlega öflugt andoxunarefni sem lengi hefur verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína á mannslíkamann. Þetta efni hefur mikið verið rannsakað og sýna klínískar rannsóknir ýmis jákvæð áhrif fólgin inntöku.
ASTAXANTHIN er náttúrulegt karótínóíð sem finnst hvergi í eins ríku mæli og í örþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis og hefur það að jafnaði mun meiri andoxunargetu en Astaxantin sem búin eru til með öðrum aðferðum.
Algalíf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á tilteknum örþörungum og vinna úr þeim hágæða ASTAXANTHIN. Ræktun og framleiðsla fer fram í einangruðum ræktunarkerfum þar sem allir mengunarvaldar eru útilokaðir og eingöngu hreint íslenskt vatn er notað við framleiðsluna. Endurnýtanleg orka er notuð við framleiðsluna og flokkast hún sem sjálfbær iðnaður.