Lýsing
Tri-Magnesium: Magnesíum Formúla með þremur gerðum af magnesíum.
Tri-Magnesium er fullkomin uppspretta magnesíums, þróuð til að styðja við almenna heilsu, auka slökun og bæta vöðvastarfsemi. Þessi öfluga blanda sameinar þrjár tegundir af magnesíum – glycinat, taurate og citrate – sem tryggir hámarks nýtingu og virkni. Formúlan hentar vel fyrir þá sem vilja viðhalda jafnvægi og bæta líkamlega frammistöðu og andlega vellíðan.
Helstu eiginleikar:
- Þrjár tegundir magnesíums: Glycinat, taurate og citrate fyrir fjölþætta virkni.
- Stuðlar að slökun: Hjálpar til við að draga úr streitu og styður við betri svefn.
- Bætir vöðvastarfsemi: Hjálpar til við að minnka vöðvakrampa og eykur endurheimt.
- Styður við orkuframleiðslu: Magnesíum taurate eykur orku og styrkir efnaskipti.
Ávinningur:
- Bætir vöðvaslökun og endurheimt eftir æfingar.
- Styður við taugastarfsemi og andlegann skýrleika.
- Hjálpar til við að bæta svefn og draga úr streitueinkennum.
- Bætir heildarorku og úthald.
Hver er besta tegund magnesíums að taka?
Besta tegund magnesíums fer eftir þörfum hvers og eins og hvernig líkaminn bregst við. Hér eru nokkrar tegundir magnesíums og kostir þeirra:
- Magnesíum Bisglycinate: Þessi tegund magnesíums er tengd glýsín, amínósýru sem auðveldar meltingu og bætir upptöku magnesíumsins. Hún er tilvalin til að styðja við vöðvastarfsemi, stuðla að slökun og viðhalda almennri heilsu. Magnesíum Bisglycinate gegnir einnig lykilhlutverki við myndun beina og viðhaldi sterkra og heilbrigðra beina.
- Magnesíum Citrate: Þessi tegund magnesíums er bundin sítrónusýru sem eykur upptöku og virkni þess. Hún er tilvalin fyrir þá sem vilja viðhalda réttu magnesíumjafnvægi og bæta heilsu sína og lífsorku. Þetta er mjög líffræðilega aðgengileg (e. bioavailable) tegund sem styður vöðvastarfsemi og orkuframleiðslu. Hún frásogast auðveldlega og er oft mælt með til að bæta meltingu og létta á hægðatregðu.
- Magnesíum Taurate: Þessi tegund er tilvalin fyrir þá sem leita að hjartavænni magnesíumformúlu sem styður hjarta- og æðastarfsemi, vöðvaslökun, streituminnkun og almenna vellíðan.
- Magnesíum Oxide: Inniheldur mikið magn af frumefnismagnesíum en hefur minni líffræðilega nýtingu og er oft illa frásogað. Það er venjulega notað fyrir hægðarlosandi áhrif.
- Magnesíum Malate: Þekkt fyrir að styðja við orkuframleiðslu og draga úr vöðvaverkjum.
- Magnesíum Threonate: Fer betur í gegnum heilablóðþröskuldinn og er oft mælt með því fyrir hugrænann ávinning.
Hjálpar magnesíum til við svefn?
Já, magnesíum getur bætt svefn með því að stuðla að eftirfarandi:
- Stjórnun á taugaboðefnum
- Minnkun á streitu og kvíða
- Vöðvaslökun