Description
Hágæða hreint mysuprótein !
-
Inniheldur mikið magn af einangruðu mysupróteini (e. whey isolate).
-
24 gr. af próteini í hverri skeið.
- Undir 120 hitaeiningar í hverjum skammti.
- Blandast mjög fljótt og vel í lítið af vatni.
-
Yfir 4 grömm af glútamíni, glútamín tengdum efnum og 5,5 grömm af BCAA (branch-chained amino acids) í hverri skeið!
- Glúten frítt (ath. framleitt í verksmiðju þar sem er meðhöndlað glúten, egg og hnetur).
[expand title=”Lesa meira…”]
Prótein er eitt af aðal orkuefnunum/næringarefnum (e. macros) sem að líkaminn þarfnast. Prótein gegnir mörgum mismunandi hlutverkum í líkamanum og eitt af þeim verkefnum er meðal annars að byggja upp/viðhalda vöðvamassa.
Við fáum prótein úr flest öllum fæðutegundum en helstu, vinsælustu og próteinríkustu próteingjafarnir eru t.d. egg, kjöt, kjúklingur, fiskur, mjólkuvörur, baunir ofl.
Mysuprótein (e. whey protein) er mjög góður próteingjafi, bæði hvað varðar hentugleika og frásog (nýtingu), það skiptist í þrjár mismunandi undirgerðir.
- Whey Protein Isolate (e. einangrað mysuprótein)
- Whey protein isolate er sú próteintegund sem hefur verið meira unnin. Hún inniheldur því hærra magn próteins (ca. 80 – 90%) og minna magn af laktósa (mjólkursykur), laktósinn getur farið illa í suma og því getur verið hentugara að fá sér prótein sem inniheldur hærra magn af “isolate” próteininu eða jafnvel prótein sem inniheldur einungis isolate prótein.
- Whey Protein Concentrate
- Whey protein concentrate er ekki síðra þó það sé ekki jafn unnið og isolate próteinið en það hefur oftar en ekki mjög mikið “bio-availability” sem þýðir að líkaminn nýtir það mjög vel. Whey concentrate inniheldur yfirleitt um 60% prótein en inniheldur einnig meira af ensímum ofl. sem að aðstoða við upptöku í meltingarveginum.
- Whey Protein Hydrolyzed
- Whey protein hydrolyzed er svo mest “premium” útfærslan af mysupróteini og er mest unna undirgerðin af mysupróteini. Hydrolyzed þýðir að próteinið sé vatnsrofið, það er búið að brjóta próteinið niður í smærri einingar (styttri keðjur af amínósýrum) fyrir enn hraðari upptöku.
GOLD STANDARD 100% WHEY próteinið inniheldur próteinblöndu (e. whey protein blend) með öllum þessum gerðum af próteinum en inniheldur þó mest megnis einangraða mysurpróteinið (e. whey isolate) – það getur því verið mjög hentugt fyrir flesta alla, líka þá sem að fá stundum óþægindi/ónot í maganum eftir próteinshake.
GOLD STANDARD 100% WHEY próteinið frá Optimum Nutrition hefur verið eitt vinsælasta próteinið í heiminum í fjölda ára, enda er ON vörumerkið með yfir 30 ára reynslu í fæðubótarefna senunni og lengi verið þekkt fyrir yfirburðar gæði, bragðtegundir og traust áralangra viðskiptavina.
GOLD STANDARD 100% WHEY próteinið fæst í 5 mismunandi stærðum (31 gr. – 4,5 kg) og í fjölmörgum bragðtegundum sem er hver önnur betri, á borð við Double Rich Chocolate, Vanilla Ice Cream & Chocolate Peanut Butter.
Í hverjum skammt af GOLD STANDARD 100% WHEY próteininu (1 skeið) færðu 24 gr. af hágæða mysupróteini sem inniheldur allar lifsnauðsynlegu amínósýrurnar ásamt aukalega 4-5 gr. af Glútamíni.
Það er hægt að leika sér endalaust með GOLD STANDARD 100% WHEY próteinið. Hvort sem þú vilt drekka það eitt og sér hvenær sem er yfir daginn, setja út í boozt, próteinpönnsurnar eða hafragrautinn á morgnana.
GOLD STANDARD 100% WHEY próteinið er hægt að nota hvenær sem er yfir daginn eftir ykkar hentugleika !
[/expand]