Search
Close this search box.

Kaupskilmáli:

Stefnan hjá perform.is er að koma til móts við alla viðskiptavini. Ef viðskiptavinur er ekki fullkomlega ánægður með vöru eða þjónustu sem hefur verið versluð, munum við með öllu móti reyna bæta úr því. Við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar viðskiptavini og viljum sýna það í verki að okkur er annt um alla viðskiptavini.
Perform.is tekur ekki ábyrgð á því að einstaklingar undir 18 ára aldri séu að versla fæðubótarefni af Perform.is eða í verslun án leyfis foreldra eða forráðamanna.

Perform áskilur sér rétt til þess að afgreiða ekki pantanir sem að grunaðar eru til endursölu (t.d. á afsláttardögum). Slíkar pantanir verður hætt við og þær endurgreiddar.

Almennt:

Pure Performance ehf, kennitala: 650707-0360, virðisaukaskattsnúmer: 95603, á og rekur perform.is vefverslunina.
Pure Performance ehf. tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum og röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum.
Þar meðtalið verð og vörulýsingar. Verði vara fyrir tjóni eftir að hún hefur verið send þarf að hafa samband við Póstinn. Okkar metnaður er að senda út pantanir frá okkur samdægurs eða næsta virka dag eftir. Við áskiljum okkur hinsvegar rétt á tveimur virkum dögum til að afgreiða pöntun.

Fæðubótarefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá. Fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði – heldur sem viðbót.

15 daga skilaréttur:

Kaupandi getur skilað vöru sem hefur verið versluð af heimasíðu perform.is eða í verslun perform.is innan 15 daga gegn framvísun kassakvittunar eða gefa upp pöntunarnúmer. Kaupandi getur þá valið um að fá nýja vöru eða inneign í verslun. Þetta gildir þó einungis ef varan og umbúðir hennar eru í upprunalegu ástandi (óopnaðar). Ef seljandi telur vöru vera gallaða getur hann átt rétt á að fá nýtt eintak svo lengi sem hægt sé að sannreyna að hún sé gölluð og hafi verið það þegar kaupandi fékk vöruna í sitt umráð.

Heimsending:

Við sendum pantanir út með Póstinum og Dropp.

ATH. – Pantanir sem innihalda kassa af dósum (drykkjum) verða einungis sendar í póstbox eða á afhendingarstaði Dropps. 

Pósturinn fer með pakka heim að dyrum og í póstbox á höfuðborgarsvæðinu ásamt úti í landsbyggðinni. Pakkar sem fara í póstbox fara út frá okkur í lok dags og því getur afhendingartími á þeim pöntunum verið 1-2 dagar eftir að pöntun er lögð inn.
Pakkar í landsbyggðina geta endað á næsta pósthúsi ef heimkeyrsla er ekki í boði á því svæði.

Dropp
Pantanir sem berast fyrir klukkan 12:00 á virkum dögum er hægt að fá sent eða afhent,

Pantanir sem berast eftir klukkan 12:00 á virkum dögum verða sendar út næsta virka dag*.
* Í sumum tilfellum gæti verið að sendingar sem berast eftir 12:00 gætu náðst í samdægurs sendingu, ef til þess kemur munum við senda út pantanir sem allra fyrst.

Sækja pöntun í verslun:

Ef að pöntun er ekki sótt innan 3ja mánaða verður varan/vörurnar sem keyptar vöru settar aftur í sölu til að tryggja ferskleika. Ef viðskipavinur kemur eftir þessa 3 mánuði til að sækja pöntun er ekki hægt að tryggja að varan/bragðtegundin sé til.


Greiðslumöguleikar:

Kredit-/ Debetkort:

Þegar greitt er með kredit-/debetkorti eru allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmer, dulkóðaðar samkvæmt ströngustu öryggiskröfum.

Bankamillifærslur:

Einfalt er að gera millifærslu í heimabanka.
Notast skal við eftirfarandi upplýsingar,
Reikningsnúmer: 0537-26-650707
Kennitala: 650707-0360 (Pure Performance ehf.)

Aur:
Hægt er að greiða með Netgíró á heimasíðunni og í verslun.

Netgíró:
Hægt er að greiða með Netgíró á heimasíðunni og í verslun.

Pei:
Hægt er að greiða með Pei á heimasíðunni og í verslun.

Greiðsla í verslun:
Við tökum við öllum gerðum af kredit- og debetkortum, Íslenskum seðlum, einnig bjóðum upp á greiðslu með Netgíró, Pei & Aur.

Afgreiðslufrestur:

Við kappkostum það að koma vörunni eins fljótt og hægt er til viðskiptavina okkar. Hins vegar getur verið að í einstaka tilfellum sé vara ekki til á lager, þá munum við hafa samband eins fljótt og auðið er og benda viðskiptavinum okkar á aðrar vörur í staðinn. Viðskiptavinum okkar býðst þá einnig upp á að hætta við pöntunina í heild sinni og fá hana að fullu endurgreidda. Að öllu jöfnu reynum við að koma pöntun þinni út innan sólahrings frá því að hún er greidd að fullu. Engin pöntun er send út fyrr en hún er að fullgreidd.

Persónuvernd:

perform.is mun gæta algers trúnaðar við viðskiptavini sína og ábyrgjumst að gefa aldrei neinum upplýsingar um viðskiptavini á nokkurn hátt, hvorki hvað varðar vörukaup, fyrirspurnir, lykilorð, netfang eða annað.

Höfundarréttur og vörumerki:

Allt efni á vefsvæði perform.is, texti, grafík, lógó, myndir, vörulýsingar, greinar, hnappar og annað sem finnst á síðunni er eign Pure Performance ehf. eða eign birgja Pure Performance ehf. Atriði sem talin eru upp hér að framan njóta höfundarréttar og verndar lögum samkvæmt.

Skilmálar þessir eru almennir verslunarskilmálar perform.is og tóku gildi þann 1. mars 2008.