Kreatín Monohydrate er mest rannsakaða formið af kreatíni. Sýnt hefur verið fram á að það styður við vöðvastækkun, styrk og kraft þegar það er notað meðfram stífum æfingum. Þessi vara inniheldur 2500 pillur, en hver þeirra inniheldur 1,25 grömm af Kreatín Monohydrate.
Notkunarleiðbeiningar: Hægt er að nota svokallaða “heðslu” þegar kreatín er notað. Til að hlaða er mælt með að taka 0,3 grömm fyrir hvert kíló af líkamsþyngd fyrstu 5-7 dagana, í framhaldinu er síðan tekin 0,03 grömm fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. Ef þú kýst að taka ekki hleðsluna, geturðu farið beint í seinna skrefið og haldið þig við það, en það getur þýtt að árangurinn af kreatíninu komi aðeins hægar inn hjá þér.
Fyrir 82 kg einstakling myndi þetta þýða 25 grömm á dag á meðan hleðslu stendur og 2,5 grömm á dag eftir það. Algengt er þó að einstaklingar notist við 5 grömm á dag, en það getur skilað meiri áfrangri. Hærri skammtar (10 gr) geta nýst einstaklingum með mikinn vöðvamassa sem stunda hreyfingu af mikilli ákefð.
Gott er að hafa í huga að það er mjög mikilvægt að drekka mikið vatn þegar þú ert að nota kreatín til þess að forðast óþægindi í maga, eins getur það valdið óþægindum að taka of mikið kreatín í einu, og því er ráðlagt að taka það inn, dreift yfir daginn með máltíðum, í stað þess að taka stóran skammt einusinni.